Erlend skuldastaða íslenskra fyrirtækja

Erlend skuldastaða íslenskra fyrirtækja

Í nýjasta Fjármálastöðugleika Seðlabankans kemur fram að heildarskuldir fyrirtækja hafi minnkað og standi nú í 210% af vergri landsframleiðslu (VLF). Hér eru skuldir Actavis undanskildar en þær eru skilgreindar sem bein erlend fjárfesting sem er ekki tekin með í þessari framsetningu. Greiningardeild lítur hér nánar á erlenda skuldastöðu íslenskra fyrirtækja hvernig viðskiptaafgangi hefur mögulega verið varið.

Innlendar skuldir lækka. Skemmst er frá því að segja að talsverð lækkun hefur orðið á innlendum skuldum fyrirtækja, sem hafa mörg hver gengið í gegnum endurskipulagningu, en tíðni gjaldþrota er enn há og fyrirtæki á vanskilaskrá enn mörg.

Erlendar skuldir lækka. Erlendar skuldir fyrirtækja náðu hámarki í rúmlega 1.000 mö.kr. um mitt ár 2009 og því er ljóst að erlendu skuldirnar hafa minnkað síðan þá, en þessi tala stendur í um 830 mö.kr. í dag. Ef tekið er mið af skuldastöðunni í lok september 2008 er þó ljóst að erlendar skuldir fyrirtækja í krónum hafa lítið breyst.

Sjá nánar: