Ríkið stækkar á laun

Ríkið stækkar á laun

Mikið var rætt um hagvöxt á árinu sem leið en nýjustu tölur benda til þess að á Íslandi hafi mælst vöxtur í vergri landsframleiðslu í fyrsta sinn frá hruni. Þó hefur verið tekist á um „styrk“ þessa hagvaxtar, þar sem bent hefur verið á að e.t.v. séu þeir þættir sem drífa landið upp úr forinni, m.a. einkaneyslan, ekki sjálfbærir, og því þurfi að grípa til aðgerða á fleiri sviðum. Skoðanir eru skiptar meðal hagfræðinga hver sé rétta leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný og þar með hagkerfinu í heild, en oft á tíðum er lögð áhersla á að ríkið styðji við hagkerfið með auknum útgjöldum (samneyslu eða tilfærslum) og þar með reki sig með halla. Íslenska ríkð hefur þó viljað draga úr hallarekstri sínum sem fyrst og stefnir að því að vera réttum megin við núllið á þessu ári. Þrátt fyrir að samneysla sem hlutfall af landsframleiðslu hafi lítið sem ekkert hreyfst frá hruni, og dregist saman að raungildi í krónum talið 2010 og 2011,er það ekki þar með sagt að hlutur ríkisins í hagkerfinu fari minnkandi. Gögn benda nefnilega til þess að veruleg aukning hafi orðið í tilfærslum ríkisins. Ólíkt samneyslu, sem er annað form af styrkveitingu ríksins til hagkerfisins, skapast engin verðmæti við útdeilingu tilfærslna. Spurning er því sú hvort ríkið eigi að snúa sér að verðmætasköpun með aukinni samneyslu (sem hefur keðjuverkandi áhrif líkt og tilfærslurnar) fremur en að færa til fé innan hagkerfisins í auknum mæli (í flestum tilfellum til að styðja við einkaneyslu), líkt og hefur átt sér stað á síðustu árum.

Sjá nánar: