Skilar neyslan sér í innlendri fjárfestingu?

Skilar neyslan sér í innlendri fjárfestingu?

Einkaneyslan tók heldur betur við sér á síðasta ári, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jókst hún um 3,8% milli ára, fyrstu 9 mánuði ársins. Svipaða þróun má sjá á fjórða ársfjórðungi ef marka má tölur um kortaveltu og vaknar því e.t.v. spurningin í hvað öll þessi aukna neysla fer?

Tölur frá Seðlabankanum benda til þess að um 30% af þeirri aukningu sem hefur orðið í kortaveltu Íslendinga milli ára sé vegna erlendrar veltu/neyslu. Sú neysla skilar sér því ekki til íslenskra fyrirtækja og leiðir því ekki af sér aukna fjárfestingu í einkageiranum, líkt og sumir hafa bent á. Flest bendir því til þess að sá hagvöxtur sem drifinn er áfram af einkaneyslu hér á landi, sé ekki sjálfbær þar sem einkaneyslan á að miklu leyti rætur sínar að rekja til tímabundinna aðgerða, og alls ekki ef fjármagnið rennur síðan í vasa erlendra fyrirtækja (sem takmarkar keðjuverkandi áhrif neyslunnar). Í þessu sambandi er mikilvægt að huga að öðrum þáttum sem hvetja til innlendrar fjárfestingar.

Sjá nánar: