Marel hf. : 4. ársfjórðungur - Von á góðu ári

Marel hf. : 4. ársfjórðungur - Von á góðu ári

Marel birtir uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2011 þann 1. febrúar 2012. Greiningardeild á von á góðu uppgjöri en pantanastaða félagsins hefur aldrei verið betri en í lok 3F – spáin gerir ráð fyrir að tekjur verði tæplega 186 milljónir evra og EBITDA um 28 milljónir evra eða um 15% af tekjum.