Verðbólguspá: Lítil lækkun VNV í janúar

Verðbólguspá: Lítil lækkun VNV í janúar

Greiningardeild spáir 0,1% lækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar. Þrátt fyrir að um sé að ræða útsölumánuð er ýmislegt annað sem má tína til sem vegur upp á móti verðlagslækkunum. Helst ber að nefna gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði og skatta- og gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Einnig er útlit fyrir að matvara hækki nokkuð í mánuðinum. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,2% í janúar. Mikil óvissa ríkir um verðbólguhorfur, en flest bendir til þess að umtalsverð hækkun sé í pípunum á næstu mánuðum.