Er bleikur fíll á ferð?

Er bleikur fíll á ferð?

Þann 24. janúar tilkynnti Arion banki að hann hefði tekið yfir eignir (íbúðalánasafn) og skuldir (sérvarin skuldabréf) sérstaks sjóðs í eigu þrotabús Kaupþings. Þá má velta fyrir sér hvort tilkynningin hafi haft áhrif á kröfu skuldabréfa. Með yfirtökunni stækkar efnahagsreikningur bankans um 120 milljarða og í kjölfarið verður Arion banki útgefandi sérvarinna skuldabréfa að fjárhæð 120 milljarða króna, en bréfin verða skráð í Kauphöll Íslands síðar á árinu.

Neikvætt fyrir skuldabréfamarkaðinn?
Eins og greiningardeild benti á í skuldabréfasamantekt sem birt var þann 13. janúar (og fylgir hér með sem viðhengi) er ekki hægt að útiloka að eigendur sértryggðu skuldabréfanna (Seðlabankinn, nánar tiltekið ESÍ ehf., er stærsti staki eigandinn) selji þau, sérstaklega eftir að þau hafa verið rafrænt skráð í Kauphöll. Aftur á móti þarf að hafa í huga að ef eigandi áðurnefndra bréfa selur þau fær hann aðra eign á móti, til að byrja með innlán sem hann kýs mögulega að nota til fjármögnunar á kaupum annarra eigna. Seljandi skuldabréfanna hreyfir þannig við hlutfallslegri verðlagningu. Sala á sértryggðu skuldabréfunum felur þannig ekki í sér eiginlegt aukið framboð á fjárfestingarkostum. Áhrifin eru þó mismunandi eftir því hver seljandinn er. Ýmislegt bendir til þess að Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands (ESÍ ehf.) sé stærsti eigandi sértryggðu bréfanna en gróft mat greiningardeildar bendir til þess að eign þeirra nemi í kringum 100 milljörðum króna á núvirði.


Sjá nánari umfjöllun:

260112_Er bleikur fíll á ferð (197 KB)