Íslenskur útflutningur í alþjóðlegum óróa

Íslenskur útflutningur í alþjóðlegum óróa

Hagvöxtur síðasta árs hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Þrátt fyrir að tölurnar tali sínu máli eru margir ósammála um hvað býr þar að baki og hvort þróun síðasta árs sé til marks um að íslenskt hagkerfi muni halda áfram að vaxa kröftuglega á nýhöfnu ári. Þeir liðir sem stóðu upp úr hvað varðar framlag til hagvaxtar voru einna helst einkaneysla og útflutningur. Einkaneyslan óx um rúmlega 4% milli ára á fyrstu 9 mánuðum ársins 2011 og að sama skapi jókst útflutningur um rúm 3%. Ýmsir aðilar, þ.á.m. greiningardeild, hafa bent á að e.t.v. er sá vöxtur, sem merkja mátti á síðasta ári í einkaneyslu, ekki sjálfbær þar sem heimilin í landinu nutu góðs af sértækum aðgerðum ríkisins sem og úttektum úr séreignarsparnaði.

Seðlabankinn g.r.f. í nýjustu hagspá sinni að vöxtur í einkaneyslu verði einmitt minni á þessu ári sökum fyrrnefndra þátta. Spá hans hljóðar upp á 2,5% vöxt í einkaneyslu sem er nú keyrð áfram af grunnþáttum hagkerfisins, s.s. aukinni atvinnu, hærri raunlaunum og aukinni eign heimila (lækkandi skuldir og hækkandi eignaverð), fremur en sértækum aðgerðum þó að leifar af aðgerðum síðasta árs hafi e.t.v. áfram áhrif.

Í ljósi óvissu um þróun einkaneyslunnar á árinu og gjaldeyrisþörf landsins er áhugavert að velta fyrir sér möguleikum útflutningsgreinanna í núverandi árferði.

• Jafnan hefur verið bent á að útflutningsgreinum Íslands séu skorður settar þegar kemur að vexti vegna framboðstakmarkana, annars vegar í sjávarútvegi og hins vegar í álframleiðslu. Þá má velta fyrir sér hverjir möguleikar ferðaþjónustunnar eru í þessum efnum, en gistirými hafa verið fullnýtt yfir sumartímann síðustu ár. Vöxtur í ferðaþjónustu er því háður aukinni fjárfestingu sem og jafnari nýtingu gistirýma yfir árið. Aukinn ágangur á íslenska náttúru er einnig þáttur sem þarf að taka til greina í þessu sambandi.

• Aukin eftirspurn helstu viðskiptalanda Íslands er þó einnig mikilvæg forsenda þess að verðmæti útfluttra vara vaxi auk þess sem aukning í útfluttu magni þarf að samsvara eftirspurðu magn


Sjá nánari umfjöllun: 090212_utflutningur.pdf