Mikil verðbólga í janúar

Mikil verðbólga í janúar

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,28% í janúar frá fyrri mánuði samkvæmt nýrri verðmælingu Hagstofunnar. Ársverðbólgan tekur því stökk upp á við og fer úr 5,3% í desember í heil 6,5% í janúar. Verðbólgan var meiri en greiningardeild gerði ráð fyrir en við spáðum 0,1% lækkun á VNV í janúar.
Frávikið helgast einkum af tveimur hlutum. Í fyrsta lagi voru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna langt yfir okkar væntingum en við gerðum ráð fyrir 0,2% hækkun. Liðurinn hækkaði VNV um ríflega 0,4% eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Einnig voru útsöluáhrifin minni en við ráðgerðum en þau mældust -0,75% en við spáðum -0,9% áhrifum þeirra á VNV. Að einhverju leyti má þó hugga sig við að þar sem útsöluáhrifin voru minni þá mun verðbólgan í febrúar og mars verða lítillega lægri á móti, en ella a.m.k.


Sjá nánari umfjöllun:

270112_Verðbólgan í janúar (307 KB)