Auðlindalöggjöf í Suður-Afrískri námuvinnslu og íslenskum sjávarútvegi

Auðlindalöggjöf í Suður-Afrískri námuvinnslu og íslenskum sjávarútvegi

Í vikunni sem leið bárust fréttir um hugmyndir Suður-Afríkumanna að leggja auðlindaskatta á námufyrirtækin þar í landi, en námuiðnaður í Suður-Afríku er ein helsta stoð hagkerfsins, líkt og sjávarútvegurinn hér á Íslandi. Þrátt fyrir að hagkerfi Suður-Afríku sé að mörgu leyti ólíkt því íslenska þá eigum við ýmislegt sameiginlegt með Suður-Afríkubúum. Viðskiptahalli hefur verið langvarandi vandamál þarlendis sem og mikil verðbólga. Þá var talsverð ásókn í gjaldmiðil þeirra, randið, á árunum fyrir hrun þar sem randið var hávaxtamynt líkt og íslenska krónan. Suður-Afríka er ennfremur rík af auðlindum og skipa auðlindaatvinnugreinar stóran sess í hagkerfi landsins, líkt og hér á landi.

Sjá nánar: 130212_audlindaskattar_afrika_island.pdf