Verðbólgan í febrúar

Verðbólgan í febrúar

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 1% í febrúar frá fyrra mánuði samkvæmt nýrri verðmælingu Hagstofunnar. Ársverðbólgan lækkaði lítillega og fór úr 6,5% niður í 6,3%. Greiningardeild hafði spáð 1,1% hækkun VNV í febrúar og má segja að helstu liðir vísitölunnar hafi þróast í takt við spánna.

Þó kemur okkur á óvart að liðurinn reiknuð húsaleiga lækkaði VNV um 0,08% í febrúar en við höfðum gert ráð fyrir sambærilegri hækkun í hina áttina. Einnig virðist sem að útsöluáhrifin frá því í janúar séu að koma hraðar til baka en við áttum von á. Tvennt má lesa út frá því: Kaupmenn gætu verið að hækka nýjar vörur umfram útsöluverð eða að útsöluáhrifin hafi gengið hraðar til baka og því verði minni hækkun í mars. Gengisveiking krónunnar upp á síðkastið styrkir hins vegar fremur að kaupmenn séu almennt að hækka verð nýrra innfluttra vara.


Sjá nánar: Verðbólgan í febrúar (296 KB)