Verðbólguspá fyrir febrúar og bráðabirgðaspá

Verðbólguspá fyrir febrúar og bráðabirgðaspá

Greiningardeild spáir 1,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í febrúar. Gangi spá okkar eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,4% samanborið við 6,5% í janúar. Hagstofan birtir mælingu VNV næstkomandi föstudag.

Þessi og næsti mánuður einkennast fyrst og fremst af því að útsölur ganga til baka en alls gerum við ráð fyrir 0,8% áhrifum til hækkunar VNV vegna þessa í febrúar og mars. Flest bendir til þess að eldsneyti haldi áfram að hafa áhrif til hækkunar VNV en heimsmarkaðsverð hefur rokið upp á síðustu vikum. Eins mun veiking krónunnar á síðustu mánuðum og árstíðarbundnar hækkanir t.a.m. á póst- og símaþjónustu, líkamsrækt, strætó o.fl. einnig hafa áhrif til hækkunar.


Sjá nánar: Verðbólga í febrúar (280 KB)