Krónan - lognið á undan storminum?

Krónan - lognið á undan storminum?

Nú hefur gengi krónunnar lækkað um 7% frá því í nóvember og rúm 5% frá áramótum. Ef marka má fundargerð peningastefnunefndar frá því fyrr í þessum mánuði er ástæðan einkum árstíðarbundnar sveiflur í innstreymi erlends gjaldeyris, áframhaldandi endurgreiðslur erlendra lána fyrirtækja og sveitarfélaga og versnandi viðskiptakjör. Því er kannski ástæða til að spyrja sig hvort við munum fljótlega sjá fyrir endann á þessari þróun eða hvort þetta sé lognið á undan storminum?

Að okkar mati mun þróunin vera á svipaða vegu, þ.e. í veikingarátt, á næstu árum þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka tímabundna styrkingu gengisins yfir sumarmánuðina. Ástæðan er fyrst og fremst sú að á næstu árum þarf þjóðin að standa straum af háum fjárhæðum til að endurgreiða erlend lán, en ekki er í augsýn endurfjármögnun, nema e.t.v. að hluta til. Allt bendir til þess að viðskiptaafgangurinn verði ekki nægur til að standa straum af þessum fyrirsjáanlegu afborgunum erlendra lána.

290212_Krónan_og_viðskiptajöfnuður.pdf