Hagvöxtur 2011

Hagvöxtur 2011

Hagstofan birti í morgun þjóðhagsreikninga fyrir árið 2011. Snemma árs í fyrra varð ljóst að árið 2011 yrði fyrsta ár hagvaxtar eftir hrun en strax á fyrsta ársfjórðungi varð kröftugur hagvöxtur milli ára. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda til þess að hagvöxtur á árinu 2011 hafi verið 3,2% en á fjórða ársfjórðungi óx íslenska hagkerfið um 2,7% milli ára. Einkaneysla tók vel við sér á árinu sem leið en 4% vöxtur varð í neyslu Íslendinga milli ára sem leiddi af sér talsverða aukningu í innflutningi milli ára, eða 6,4%. Á sama tíma varð 3,2% vöxtur í útflutningi milli ára. Fjármunamyndun hefur einnig tekið við sér á ný, en 13% aukning varð í fjárfestingu milli ára. Fjárfesting er þó enn í sögulegu lágmarki og því ljóst að enn er langt í land ef koma á fjárfestingu í eðlilegt form sem gerir hagkerfinu kleift að vaxa á sjálfbæran hátt.

Sjá nánar: 080312_hagvoxtur.pdf