Seðlabankinn: Skilaboð eða tilraun á gjaldeyrismarkaði

Seðlabankinn: Skilaboð eða tilraun á gjaldeyrismarkaði

Seðlabankinn seldi í gær 12 milljónir evra á millibankamarkaði. Þetta er í fyrsta skipti frá því í ágúst 2010 þar sem bankinn beitir sér á millibankamarkaði með sölu gjaldeyris. Bankinn segir það gert vegna óvenjumikils tímabundins útstreymis á gjaldeyri og bendir hann á nýlegar undanþágur frá gjaldeyrishöftunum og miklar afborganir af erlendum lánum. Væntanlega er þar átt við að ótilgreindir aðilar hafi fengið undanþágur til að greiða niður lán umfram samningsbundnar afborganir (sem er leyfilegt samkvæmt lögum um gjaldeyrismál) eða styðja við erlendar eignir. Á sama tíma segir bankinn að innstreymi vegna utanríkisviðskipta hafi verið í minna lagi. M.ö.o. má lesa tilkynningu bankans þannig að veiking krónunnar upp á síðkastið orsakist af tímabundnum þáttum. En er fyrirséð að þeim sé lokið og veiking krónunnar muni í framhaldinu ganga til baka?

Sjá nánar: 070312_Sedlabankinn.pdf