Ísland og Kanada: Hagkvæmt myntsvæði?

Ísland og Kanada: Hagkvæmt myntsvæði?

Nokkur umræða hefur spunnist undanfarið um kanadadollar sem kost í gjaldmiðlamálum Íslendinga til lengri eða skemmri tíma, með eða án þátttöku kanadískra peningamálayfirvalda. Burt séð frá því hvort kanadíski seðlabankinn komi til með að skaffa seðla og mynt í umferð fyrir Íslendinga, vera lánveitandi íslenska bankakerfisins til þrautavara o.s.frv. þarf að taka afstöðu til þess hvort Ísland og Kanada myndi yfir höfuð hagkvæmt myntsvæði. Fræðiskrif á sviði hagkvæmra myntsvæða hafa einkum einblínt á fjóra tengslaþætti sem auka hagræði sameiginlegs gjaldmiðils; 1) umfang milliríkjaviðskipta; 2) samhverfni hagsveiflunnar; 3) hreyfanleika vinnuafls; og 4) áhættudreifingu, oft í gegnum tilfærslu fjármuna. Í þessum Markaðspunkti er þessum þáttum gerð skil í tilfelli Íslands og Kanada, auk annarra sem komið hafa til álita.

Sjá nánar: 140312_Hagkvæmt_myntsvæði.pdf