Aukinn hraði í vaxtahækkunum?

Aukinn hraði í vaxtahækkunum?

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,25 prósentustig en þar með eru daglánavextir komnir í 6,0%, vextir á innstæðubréfum í 4,75% og innlánsvextir í 4,0%.

Að okkar mati hnígur flest í þá átt að frekari vaxtahækkanir séu framundan samhliða auknum umsvifum í hagkerfinu og þeirri verðbólgu sem framundan er. Einkum og sér í lagi þar sem við teljum að krónan muni eiga erfitt uppdráttar á næstu árum. Eins og fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar „að batni verðbólguhorfur ekki er líklegt að hækka þurfi nafnvexti frekar á næstunni,“ en óhætt er að segja að mikið þurfi að gerast til að verðbólguhorfur batni svo mikið að óbreyttir vextir verði niðurstaðan á næsta fundi Peningastefnunefndar. Það sem mestu máli skiptir í þessu samhengi er því hvernig verðbólgunni vindur fram en augljóslega mun krónan vera þar einn helsti orsakavaldurinn.

Sjá nánar: 210312_Stýrivaxtaákvörðun.pdf