Verðbólguspá fyrir mars

Verðbólguspá fyrir mars

Greiningardeild spáir 1,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í febrúar. Gangi spá okkar eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,6% samanborið við 6,3% í febrúar. Hagstofan birtir mælingu VNV næstkomandi miðvikudag.

Það er ýmislegt sem leggst á sveif með verðbólgunni í mars. Útsölur ganga til baka, eldsneyti hefur hækkað umtalsvert og áhrif af veikingu krónunnar síðastliðna mánuði mun skila sér í hærra vöruverði.

Samkvæmt bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði mun vísitala neysluverðs hækka um 1,7% milli fyrsta og annars ársfjórðungs (ríflega 2,9% verðbólga í mars, apríl, maí og júní). Árstakturinn mun því ekki ná að fara niður fyrir 6 prósentustig á tímabilinu. Gangi gengisveiking krónunnar ekki að verulegu leyti til baka á næstu mánuðum teljum við að ársverðbólgan verðiennhærri næsta haust.

Gangi þessi spá eftir í meginatriðum er ljóst að Seðlabankinn á langt í land með að ná böndum á verðbólguna og fleiri stýrivaxtahækkanir eru í burðarliðnum.

Sjá nánar: Verðbólgan í mars (236 KB)