Gamli heimurinn eða nýi: Er norska krónan betri en kanadadollarinn?

Gamli heimurinn eða nýi: Er norska krónan betri en kanadadollarinn?

Forsætisráðherra bauð fyrir rúmri viku öllum flokkum að setjast niður og reyna að skapa þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil. Það er því ljóst að umræðan um aðra kosti en krónuna er orðin aðkallandi í augum ráðamanna, sem jafnframt eru reiðubúnir að ræða aðra kosti en upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu.

Á dögunum leitaðist greiningardeild við að varpa ljósi á hvort Ísland og Kanada gætu talist hagkvæmt myntsvæði (Ísland og Kanada: Hagkvæmt myntsvæði?). Hér verður gert framhald á og fjallað um norsku krónuna út frá kenningum fræðimanna um forsendur hagkvæmra myntsvæða, þ.e. 1) umfangi milliríkjaviðskipta; 2) samhverfni hagsveiflunnar; 3) hreyfanleika vinnuafls; og 4) áhættudreifingu með tilfærslu fjármuna, auk annarra þátta sem skipt geta máli.
Greiningin er áfram með fyrirvara um að hér er eingöngu tekið tillit til hagrænna þátta í gerð hagkerfanna. Litið er fram hjá ýmsum pólitískum og praktískum álitamálum, t.d. hvað varðar þátttöku heimaríkis erlendu myntarinnar í upptöku hennar hér á landi, lánveitanda bankakerfisins til þrautavara o.s.frv.


Sjá nánar: 260312_Norska_krónan.pdf