Verðbólgan í mars og bráðabirgðaspá

Verðbólgan í mars og bráðabirgðaspá

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 1,05% í mars frá fyrri mánuði samkvæmt nýjustu verðmælingu Hagstofu Íslands. Árstakturinn hefur því hækkað á ný, eftir lækkun í febrúar, og fer úr 6,3% í 6,45%. Að meðaltali var ársverðbólgan á 1F 2012 því 6,4% en spá Seðlabankans frá því í febrúar hljóðaði upp á 6,1% á sama mælikvarða. Greiningardeild spáði fyrr í mánuðinum 1,2% hækkun VNV í mars.

Samkvæmt bráðabirgðaspá verður ríflega 0,6% hækkun VNV í apríl, 0,7% í maí og 0,55% í júní, sem er örlítið til hækkunar frá fyrra mati.

Að okkar mati staðfestir marsmælingin hversu mikil verðbólgan er í pípunum og að frekari vaxtahækkana sé að vænta af hálfu Seðlabankans. Í þessu samhengi er umhugsunarvert að vísitala launa hefur hækkað um heil 11,3% á milli ára, sem hlýtur að vera algjört eitur í beinum Peningastefnunefndar. Viðlíka hækkun hefur ekki átt sér stað síðan fyrir síðustu aldamót.


Sjá nánar: Verðbólgan í_mars (301 KB)