Störukeppni í aðsigi - Gjaldeyrisútboð Seðlabankans

Störukeppni í aðsigi - Gjaldeyrisútboð Seðlabankans

Ljóst er að sitt sýnist hverjum þegar reynt er að rýna í þær vísbendingar sem útboð Seðlabankans frá því í gær gefur. Áhugavert er þó að erlendir fjárfestar virðast, m.v. niðurstöður útboðsins, ekki vera á þeim buxunum að sætta sig við hvaða gengi sem er, enda var takmörkuð eftirspurn eftir því að fara út á gengi veikara en EURISK 235. Þetta er nokkurn veginn í samræmi við þær vísbendingar sem aflandsgengi krónunnar gefur okkur, en þar er krónan verðlögð á bilinu 240-260 (kaup- og sölutilboð). Heildarfjárhæð þeirra sem vildu fara út nam „einungis“ 26,3 milljörðum króna og var tekið tilboðum að fjárhæð 4,9 milljörðum króna. Þetta hlýtur að teljast nokkuð jákvætt ef horft er fram á veginn og umfang óþolinmóðra fjárfesta er metið, a.m.k. út frá krónueigendum sem hér eiga innlán og ríkisskuldabréf.

Sjá nánar: 290312_Gjaldeyrisútboð.pdf