Afnám gjaldeyrishafta í Malasíu og lærdómur Íslands

Afnám gjaldeyrishafta í Malasíu og lærdómur Íslands

Árið 1997 tóku skýjabakkar að hrannast upp yfir nokkrum sólríkustu löndum heims þegar fjármálalegur hitabeltisstormur gekk yfir suðaustur Asíu. Sagan var kunnugleg; erlendir fjárfestar höfðu fjármagnað eignabólu á svæðinu, og þegar syrta tók í álinn lét gjaldeyrisinnflæðið á sér standa, gengið hrundi og bólan breyttist í samdrátt. Þrátt fyrir að stormurinn hafi hafist í Taílandi leið ekki á löngu þar til fjöldi nágrannaríkja landsins hafði „smitast“ af gjaldeyriskreppu þess. Flest landanna, þar á meðal Taíland sjálft, Suður-Kórea og Indónesía leituðu á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á meðan Malasía afþakkaði aðstoð Sjóðsins og reyndi að taka á vandanum sjálft í skjóli gjaldeyrishafta. Á tíunda áratugnum áleit Sjóðurinn að innleiðing fjármagnshafta væri slæmur kostur og lagðist því gegn slíku í efnahagsáætlunum sínum. Þó að sagan um malasísku höftin svipi óneitanlega til þróuninnar hér á Íslandi síðastliðin ár, og lærdóm megi vafalaust draga af reynslu Malasíumanna, þarf vissulega að hafa ýmsa fyrirvara á þegar ástandið þar er heimfært á íslenskar aðstæður.

Sjá nánar: 030412_Malasía.pdf