Stefna í lánamálum ríkisins 2012-2015

Stefna í lánamálum ríkisins 2012-2015

Nýverið birti fjármálaráðuneytið uppfærða stefnu um fjármögnun ríkissjóðs á árunum 2012 til 2015. Ef tekið er mark á ýmsum markmiðum og viðmiðum sem sett eru fram í áætluninni má búast við einhverjum breytingum á fjármögnun ríkissjóðs frá því sem nú er.

Hrein lánsfjárþörf fer minnkandi en er þó hærri en áður var búist við. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá lánsfjárþörf ríkissjóðs en hafa þarf í huga að ekki er tekið tillit til þess að eigendur ríkisbréfa þurfi að endurfjárfesta vaxtagreiðslum. Eins og sjá má fer lánsfjárþörf ríkissjóðs hratt minnkandi á næstu árum en einnig vekur athygli að útlit er fyrir að áætlunin sem gefin var út fyrir ári síðan muni ekki nást. Þá má velta fyrir sér hvort núgildandi áætlun haldi í ljósi þess að kosningar eru á næsta ári sem gætu e.t.v. dregið úr aðhaldssemi í ríkisfjármálum.


Sjá nánar: Stefna í lánamálum ríkisins (119 KB)