Nýr veiðigjaldstofn og 70% hækkun

Nýr veiðigjaldstofn og 70% hækkun

Nýbirt fiskveiðistjórnunarfrumvarp var birt fyrir páska en þar mátti finna ýmsar breytingar frá fyrra frumvarpi sem var lagt fyrir þingið síðastliðið haust. Þar var m.a. lagt til að nýtingarsamningar við útgerðir yrðu til 20 ára, í stað þeirra 15 ára sem miðað var við í fyrra frumvarpi, með möguleika á framlengingu leyfanna. Framsal yrði þá leyft á fyrra nýtingartímabilinu, en 3% af framseldri aflahlutdeild myndi falla í hendur ríksins í formi „heimfalls“. Þá fengi ríkið forkaupsrétt á framseldum hlutdeildum. Þá eru lagðar til heldur þrengri takmarkanir á flutningi aflamarks, þar sem flutningurinn má einungis vera 5% af heildaraflamarki viðkomandi aðila, eða þá þriðjungur af veiðireynslu á tímabilinu.

Sjá nánar: 120412_sjavarutvegur_veidigjald.pdf