Skökk viðskiptavog og áhrifin á gjaldmiðlaumræðuna

Skökk viðskiptavog og áhrifin á gjaldmiðlaumræðuna

Viðskiptavog sú sem Seðlabankinn reiknar, og er m.a. grundvöllur útreikninga á gengisvísitölu íslensku krónunnar, byggir á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. Tilgangur hennar er að sýna vægi einstakra gjaldmiðla í utanríkisverslun landsins, en það er hin svokallaða þrönga vog sem greiningardeild hefur notað í umfjöllun sinni um upptöku annarra gjaldmiðla (Sjá Markaðspunkta um norsku krónuna og kanadadollar). Viðskiptavogin inniheldur vöru- og þjónustuviðskipti ársins 2010 við öll lönd sem vega meira en 1% í utanríkisverslun landsins síðustu 3 ár og er meðaltal út- og innflutningsvoganna. Af ástæðum sem reifaðar eru í punkti greiningardeildar um upptöku nýrrar myntar er yfirleitt lögð áhersla á það að lönd sem vilja gefa sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn taki upp mynt þess markaðssvæðis sem það á í mestum utanríkisviðskiptum við. Fljótt á litið ætti evran því að vera heppilegasti kosturinn í tilviki Íslands, þótt greiningardeild hafi í sama punkti fært fyrir því rök að ávinningur evru umfram myntir sem sveiflast á þröngu bili gagnvart evrunni (og minnki þannig gengisflökt gagnvart viðskipalöndum Íslands) sé afskaplega lítill og í raun minni en oft hefur verið haldið fram í umræðunni. En má vera að skekkja í viðskiptavoginni ýki vægi evrunnar í utanríkisviðskipum Íslands og ýti þar með undir mikilvægi hennar í gjaldmiðlaumræðunni?


Sjá nánar: 170412_Viðskiptavog.pdf