Fjárfesting BlueStar: Milljarðar og megawött?

Fjárfesting BlueStar: Milljarðar og megawött?

Íslensk stjórnvöld og kínverska fyrirtækið BlueStar undirrituðu sameiginlega viljayfirlýsingu í síðustu viku, en yfirlýsingin snýr að byggingu (eða stækkun) kísilmálmvinnslu auk vinnslu á efni til framleiðslu sólarrafhlaða. Samkvæmt forsætisráðuneytinu er framleiðslugeta kísilmálmvinnslunnar allt að 65 þús. tonn auk þess sem stefnt er að því að framleiða allt að 12 þús. tonn af efni til framleiðslu á sólarafhlöðum. Ýmsar tölur hafa verið nefndar varðandi stærð og kostnað slíkrar fjárfestingar. Greiningardeild rýnir hér í tölurnar sem gætu búið þar að baki og setur framkvæmdina í samhengi við fyrri og framtíðarverkefni. Mat greiningardeildar bendir til þess að byggingarkostnaður verksmiðjunnar (og stækkun núverandi smiðju) gæti verið allt að 150 ma.kr. og hér gætu skapast um 350-500 störf varanlega auk þeirra starfa sem verða til á byggingartímanum. Áhugavert er að skoða hversu orkufrek slík fjárfesting gæti orðið og hvaðan sú orka ætti þá að koma. Orkuþörf slíkrar verksmiðju mun vera háð þeirri tækni sem BlueStar nýtir við framleiðsluna en í megawöttum talið gæti orkuþörfin samsvarað um 15% af þeirri orku sem fengist úr virkjunum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þá er miðað við að hagkvæmasta aðferð m.t.t. orkunotkunar verði notuð við framleiðsluna.

Sjá nánar: 240412_bluestar.pdf