Verðbólgan í apríl og bráðabirgðaspá

Verðbólgan í apríl og bráðabirgðaspá

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,77% í apríl frá fyrri mánuði samkvæmt nýjustu verðmælingu Hagstofu Íslands. Árstakturinn stendur í stað milli mánaða og er nú 6,4%. Greiningardeild spáði 0,7% hækkun VNV í apríl. Líkt og sjá má í mælingunni þá eru áhrif af gengisveikingu krónunnar framan af ári að koma fram af fullum þunga, líkt og við var að búast. Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs hefur síðustu mánuði dregið úr hækkunarfasa vísitölunnar en nú í apríl snerist sú þróun við.
Af öllum sólarmerkjum að dæma þá verður verðbólgan á öðrum ársfjórðungi umtalsvert hærri en Seðlabankinn spáði í Peningamálum sínum nú í febrúar. Þar er gert ráð fyrir 4,7% hækkun vísitölunnar milli ára en samkvæmt bráðabirgðaspá okkar verður ársverðbólgan að meðaltali um 6,2% á 2. ársfjórðungi. Ýmislegt bendir því til þess að frekari stýrivaxtahækkanir séu í burðarliðnum á næstu mánuðum.


Sjá nánar: Verðbólgan í apríl (303 KB)