Brothættur hagvöxtur í höftum

Brothættur hagvöxtur í höftum

Greiningardeild birti nýverið hagspá út árið 2014. Við spáum tæplega 3% vexti á árinu, 3,9% á næsta ári og 3,5% hagvexti árið 2014. Kröftugri vöxtur á seinni hluta tímabilsins er drifinn áfram af mikilli aukningu í þjóðarútgjöldum (einkaneyslu og fjárfestingu), vegna einskiptisaðgerða sem ýta undir einkaneyslu og uppsafnaðar fjárfestingarþarfar frá hruni. Há verðbólga út tímabilið mun þó koma í veg fyrir frekari aukningu í kaupmætti heimila en hér leikur spá okkar um 5% gengisveikingu á ári næstu þrjú árin stórt hlutverk. Mikil óvissa einkennir þó spána þar sem stórir þættir, líkt og gengislánadómurinn og fjárfestingarverkefni sem hafa legið í pípunum frá hruni, styðja við meirihluta vaxtarins. Á sama tíma og lítið þarf út af bregða til að draga úr vexti hagkerfisins þarf einnig lítið til að rífa okkur af stað. Að mati greiningardeildar er alls óvíst hvort forsendur séu fyrir áframhaldandi vexti eftir lok spátímabilsins þar sem ekki hefur enn tekist að laga efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja að fullu auk þess sem ekki er hægt að treysta á að hið lága vaxtastig sem einkennir núverandi haftaumhverfi vari eftir að afnám fer af stað af alvöru en greiningardeild gerir ekki ráð fyrir afnámi á spátímabilinu.

Sjá nánar: 140512_hagvoxtur.pdf