Verðbólguspá fyrir maí og langtímaspá

Verðbólguspá fyrir maí og langtímaspá

Greiningardeild spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í maí. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan nema 5,9% í maí samanborið við 6,4% í apríl. Bráðabirgðaspá greiningardeildar fyrir næstu þrjá mánuði tekur þónokkrum breytingum og aldrei þessu vant er stefnubreytingin niður á við. Hagstofan birtir niðurstöðu fyrir verðmælingu í maí á fimmtudaginn í næstu viku.

Þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst á síðustu vikum þá munu áhrifin af veikingu krónunnar mánuðina á undan halda áfram að smitast út í verðlag og eru aðaláhrifavaldar verðbólgunnar í maí. Að því sögðu liggur þó fyrir að hríðlækkandi hrávöruverð á erlendum mörkuðum mun hafa veruleg áhrif til lækkunar VNV, sem kemur einna helst fram í lægra eldneytisverði.

Að okkar mati mun þróun húsnæðisliðarins skipta miklu máli á komandi mánuðum en hann stuðlaði að mikilli hækkun í síðustu mælingu og má telja líklegt að svo verði áfram á næstu mánuðum.

Þó ber að hafa í huga að opnum Bauhaus mun að einhverju leyti koma fram í lægri viðhaldskostnaði á húsnæði og einnig í lægra vöruverði á byggingarvörum og ýmsum tólum og tækjum. Áhrifin gætu því komið fram með margvíslegum hætti á næstu mánuðum en erfitt er segja til um hversu sterk áhrifin verða. Við gerum ráð fyrir einhverjum áhrifum vegna þessa í bráðabirgðaspánni fyrir næstu mánuði.

Sjá nánar: Skammtíma- og langtímaverðbólga (323 KB)