Verðbólgumarkmið Seðlabankans: Hilling í eyðimörkinni?

Verðbólgumarkmið Seðlabankans: Hilling í eyðimörkinni?

Þær verðbólguspár sem Seðlabanki Íslands setur fram í Peningamálum ársfjórðungslega hafa frá árinu 2006 verið byggðar á þjóðhagslíkani Seðlabankans, QMM (Quarterly Macroeconomic Model). Spáin er jafnframt notuð til hliðsjónar við vaxtaákvarðanir. Taylor-hagstjórnarreglan sem bankinn styðst við gerir til dæmis ráð fyrir því að stýrivextir séu hækkaðir til að bregðast við verri verðbólguhorfum eins og þær birtast í spálíkaninu, þótt bankinn fylgi Taylor-reglunni auðvitað ekki í blindni.

Þegar spár bankans eru skoðaðar frá ársbyrjun 2009 sést mjög greinilegt mynstur. Á myndinni hér að neðan hefur verðbólga eins og hún var síðustu fjóra ársfjórðunga áður en spá er gefin út verið teiknuð upp vinstra megin við punktalínuna, en spá bankans um þróun verðbólgunnar í framhaldinu hægra megin við hana. Hvort sem tilviljun ræður eður ei virðast ákveðin Pollýönnu-áhrif vera samofin líkaninu, þar sem það spáir því iðulega að verðbólgan færist hratt niður og verði komin nálægt verðbólgumarkmiðinu innan 7-8 fjórðunga.

Sjá nánar: Verðbólgumarkmið (358 KB)