Krónan: Basl í höftum

Krónan: Basl í höftum

Á árum áður stjórnaðist gengi krónunnar að miklu leyti af fjármagnshreyfingum til og frá landinu en þá var mikill halli á viðskiptajöfnuði fjármagnaður með samvarandi gjaldeyrisinnflæði í gegnum fjármagnsjöfnuð. Nú er öldin önnur því þrátt fyrir að afgangur sé á viðskiptum við útlönd fer sá afgangur allur í að borga af erlendum lánum. Útlit er fyrir að áframhaldandi niðurgreiðslur erlendra lána en gengi krónunnar mun ráðast af því hvort viðskiptajöfnuður landsins dugi fyrir afborgunum þeirra.

Gengi gjaldmiðils ræðst af greiðslujöfnuði sem skipta má niður í tvo aðgreinda hluta: viðskipta- og fjármagnsjöfnuð. Gengisbreytingar verða þegar greiðslujöfnuður er ekki jafn núlli. Í kjölfarið aðlagast viðskiptajöfnuður annars vegar og fjármagnsjöfnuður hins vegar til að koma á jafnvægi í gjaldeyrisflæði til og frá landinu. Viðskipta- og fjármagnsjöfnuður er því spegilmynd hvors annars og vinna saman til að koma greiðslujöfnuði við útlönd í jafnvægi.

Sjá nánar: 230512_Krónan_Basl_í_höftum.pdf