Verðbólgan lækkar í maí

Verðbólgan lækkar í maí

Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,03% í maí frá fyrri mánuði samkvæmt nýjustu verðmælingu Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan tekur hressilega dýfu niður á við og fer úr 6,4% í 5,4%. Greiningardeild spáði 0,4% hækkun í apríl. Bráðabirgðaspá greiningardeildar fyrir næstu mánuði tekur nokkrum breytingum að þessu sinni.

Helsta frávikið frá okkar spá skýrist m.a. af minni hækkun fasteignaliðarins, en við gerðum ráð fyrir 0,2% áhrifum liðarins á VNV á meðan raunin var 0,06%. Eins gerðum við ráð fyrir að gengisveikingin frá því fyrr í vetur myndi smita út í verðlag. Tölurnar bera með sér að gengisstyrking síðastliðinna vikna, og e.t.v. væntingar um frekari styrkingu yfir sumarmánuðina, hafi haldið aftur af almennum verðhækkunum. Hins vegar er augljóst að túristarnir eru komnir til landsins - enda hækkar verð á gistingu um 15% milli mánaða – en verð á gistingu hækkar alla jafna hressilega á þessum tíma árs.

Seðlabankinn lítur þessar tölur augljóslega mjög jákvæðum augum. Til upprifjunar þá gerðum við ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 25 punkta í júní, en yrði haldið óbreyttum í ágúst. Óvissan nú snýr að því hvort að vextir verði yfir höfuð hækkaðir í júní.

Sjá nánar: Verðbólgan í maí (280 KB)