Raunhæf fjárfestingaráætlun - hrein viðbót við hagvöxt?

Raunhæf fjárfestingaráætlun - hrein viðbót við hagvöxt?

Í lok síðustu viku kynnti ríkisstjórnin fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Áætlunin á ekki að ganga á ríkisfjármálin heldur styðja við þau en gert er ráð fyrir að fjárfestingar í áætluninni séu fjármagnaðar annars vegar með yfirvofandi hækkun veiðigjalds og hins vegar með arði og sölu eigna ríkisins. Þar sem fjármögnun fjárfestingaáætlunarinnar er ekki í hendi telur greiningardeild óvíst að um raunsæja áætlun sé að ræða, a.m.k. ef tekið er mið af tímaramma verkefnisins en stefnt er að því að hefja fyrstu framkvæmdir strax á næsta ári. Óvíst er hver afraksturinn gæti orðið af sölu á hlut ríkisins í bönkunum m.a. vegna gjaldeyrshafta, óvissu um framtíðarskipan fjármálakerfisins og kvótakerfisins og óvissu um gengislán, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur ósætti um veiðigjaldið óhjákvæmilega áhrif á fjármögnun áætlunarinnar. Hafa ber í huga að ríkið tók lán fyrir eignarhlutum í bönkunum sem þýðir að ef andvirði hlutanna er ráðstafað í ofangreindar aðgerðir mun nettó skuldastaða ríkissjóðs bókhaldslega versna. Greiningardeild skoðar hér nánar forsendur áætlunarinnar, setur hana í samhengi við nýbirta hagspá deildarinnar og ræðir hvers vegna við teljum ekki tímabært að uppfæra hagvaxtarspár vegna áætlunarinnar.

Sjá nánar: 250512_fjarfestingaraetlun.pdf