Stýrivaxtaspá og Lottóhugleiðing

Stýrivaxtaspá og Lottóhugleiðing

Greiningardeild spáir 25 punkta hækkun stýrivaxta við vaxtaákvörðun peningastefnunefndar næstkomandi miðvikudag. Virkir vextir bankans verða þá um 5,13%. Það verður freistandi fyrir nefndina að halda vöxtum óbreyttum, ekki síst vegna hagfelldari verðbólgumælingar í maí en markaðsaðilar (og Seðlabankinn sjálfur) bjuggust við, lítilsháttar styrkingar krónunnar og lækkandi hrávöruverðs á heimsmörkuðum. Þrátt fyrir þessa þætti vega rök sem mæla með vaxtahækkun mun þyngra að okkar mati.

Áhugamenn um Lottó og annað happdrætti vita vafalaust að Lottóvinningur helgarinnar er í hærra lagi; sjöfaldur pottur sem stefnir í 70 milljónir. Þeir hinir sömu hafa eflaust tekið eftir því að miðað við þann fjölda fimm talna raða sem komið getur úr 40 talna drætti, 658.008, er væntur nettó ábati af því að kaupa röð í Lottóinu orðinn jákvæður svo nokkru nemur. En er þar með sagt að það borgi sig að kaupa allar raðirnar?

Sjá nánar: 080612_Stýrivaxtaspá og Lottó (521 KB)