Hagvöxtur 1F - í rétta átt

Hagvöxtur 1F - í rétta átt

Síðastliðinn föstudag birti Hagstofa Íslands þjóðhagsreikninga fyrir fyrsta fjórðung ársins. Samkvæmt tölum Hagstofunnar óx hagkerfið um 2,4% milli ársfjórðunga ef tekið er mið af árstíðaleiðréttum tölum. Vöxturinn nemur aftur á móti um 4,5% milli ára m.v. keðjutengt verðmæti, þar sem einkaneyslan óx um rúm 4% milli ára, fjárfesting um rúm 9% og þjóðarútgjöldin því um alls 3,9% milli ára. Þá jókst útflutningur um rúm 4% milli ára en á móti kemur að innflutningur jókst um 3%. Tólf mánaða breyting einkaneyslu síðustu tvo fjórðunga vekur athygli í ljósi þess að gengi krónunnar veiktist á sama tíma, en sama má segja um aukninguna í innflutningi. Greiningardeild spáði í maí um 2,9% hagvexti árið 2012 og er vöxturinn á fyrsta fjórðungi í samræmi við þá spá, en tæpur fjórðungur vaxtarins sem við spáðum á árinu birtist nú á fyrsta fjórðungi ársins 2012.

Sjá nánar: 140512_hagvoxtur.pdf