Sæstrengur milli Noregs og Bretlands

Sæstrengur milli Noregs og Bretlands

Þrátt fyrir metnað þeirra fyrir uppbyggingu orkuiðnaðar innanlands hafa Bretar leitað út fyrir landsteinana til hvort tveggja Íslendinga og Norðmanna um samstarf í orkumálum, en báðar þjóðir framleiða bróðurhluta raforku sinnar með endurnýjanlegum orkugjöfum. Charles Hendry, einn af orkumálaráðherrum Bretlands, undirritaði viljayfirlýsingu ásamt iðnaðarráðherra Íslands, þar sem meðal annars var kveðið á um að möguleikinn á lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands skyldi kannaður með jákvæðum augum. Bretar sýndu svo að þeim er alvara með samstarfi við græna raforkuframleiðendur á Norðurlöndunum þegar David Cameron, forsætisráðherra landsins, skrifaði undir tímamóta samstarfsyfirlýsingu ásamt Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, síðastliðinn fimmtudag. Fjallað er um samstarfið og sæstrenginn fyrirhugaða í punktinum.

Sjá nánar: 140612_Noregsstrengur.pdf