Þjóðhagsspár vorið 2012

Þjóðhagsspár vorið 2012

Á vorin birta greiningaraðilar jafnan spár fyrir þróun helstu þjóðhagsstærða. Greiningardeild Arion banka (Arion) birti hagspá fyrir tímabilið 2012-2014 í maí síðastliðnum, en rétt áður hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birt spá um þróun mála hér á landi í apríl. ASÍ, Seðlabankinn (SB) og Landsbankinn (LAIS) birtu einnig hagspá fyrir næstu þrjú árin í maí, en síðast í gær birti greiningardeild Íslandsbanka (ÍSB) sína spá. Hagvaxtartölur greiningaraðila eru á bilinu 1,9-3,9% á árabilinu 2012-2014. Atvinnuleysisspár allra greiningaraðila eru keimíkar út tímabilið, sem og verðbólgu- og einkaneysluspár fyrir árið í ár. Talsverður munur er hins vegar á gengisspám greiningaraðila. Hér fyrir neðan má finna samanburð á spám greiningaraðila vorið 2012.

Sjá nánar: 150612_Þjóðhagsspár.pdf