Ríkið sparar gjaldeyri, þrýstingur eykst á DKK og CHF

Ríkið sparar gjaldeyri, þrýstingur eykst á DKK og CHF

Ríkið sparar gjaldeyri, þrýstingur eykst á DKK og CHF

Í gær kom fram að ríkissjóður og Seðlabankinn ætla að greiða í þessari viku að jafnvirði 171 ma.kr. inn á lán frá AGS og Norðurlöndunum. Samtals verður þar með búið að endurgreiða 53% af lánum til AGS og 59% af lánum til Norðurlandanna. Með þessu er verið að senda út sterk skilaboð um ímynd íslenska ríkisins sem öruggs skuldara, og spara um 4,7 milljarða í vaxtakostnað árlega.

Evran hefur verið undir miklum þrýstingi frá maíbyrjun. Það þarf vart að fjölyrða um ástæður þessa. Óstöðugleiki og óvissa veldur því að fjárfestar hafa selt eignir í evrum og leita öryggis og ávöxtunar í öðrum gjaldmiðlum. Þótt evran og evrópskir markaðir hafi tekið lítillega við sér í síðustu viku í aðdraganda kosninga í Grikklandi er engu að síður vert að velta fyrir sér hvar fjármagnið sem hefur yfirgefið evrusvæðið hefur endað. Það er auðvitað ekkert tæmandi svar við þeirri spurningu, en ljóst er að tvö lönd hafa ekki farið varhluta af fjármagnsflutningunum; Sviss og Danmörk.

Sjá nánar: 190612_Sparnaður.pdf