Lífskjör evrópskra heimila: Ísland úr 5. sæti í það 13. á fjórum

Lífskjör evrópskra heimila: Ísland úr 5. sæti í það 13. á fjórum

Þótt Íslendingar hafi getað fylgst náið með þróun hagkerfisins síðustu ár á ýmsa mælikvarða getur það gefið skýrari mynd af ástandi þess að bera það saman við nágrannalöndin og skoða í víðara samhengi.

Bráðabirgðatölur yfir landsframleiðslu fyrir árið 2011 benda til þess að eftir boðaföll síðustu ára sé Ísland þrátt fyrir allt enn í ríkari helmingi Evrópulanda eða nánar tiltekið í 12. sætinu. Tölurnar hafa verið leiðréttar með tilliti til mismunandi verðlags, svo kaupmáttarjafnvægi á að ríkja á milli landa í gögnunum.

Landsframleiðslan á mann á Íslandi var á árinu 2011 10% meiri en að meðaltali í Evrópusambandsríkjunum 27, og litlu meiri en á Evrusvæðinu. Ísland er þó eftirbátur nágranna sinna á Norðurlöndunum. Greinileg skipting er á milli austur- og vesturhluta álfunnar, þar sem löndin undir meðaltali eru yfirleitt austanmegin, á meðan því er öfugt farið vestanmegin. Þess má þó geta að bæði Spánn og Portúgal voru með landsframleiðslu undir meðallagi.

Sjá nánar: 210612_Lífskjör.pdf