Íslensk ferðaþjónusta á afslætti?

Íslensk ferðaþjónusta á afslætti?

Í tilefni af metfjölda daggesta skemmtiferðaskipa fyrir viku síðan víkur greiningardeild nú aftur að þróuninni í ferðaþjónustunni á síðustu árum og möguleika greinarinnar til frekari vaxtar. Árin eftir hrun hafa einkennst af auknu streymi erlendra ferðamanna til landsins, ekki síst vegna veikingar krónunnar. Eins og kom fram í fyrri úttektum greiningardeildar, t.a.m. í tengslum við fjárfestingu Huang Nubo, virðist sem landið hafi í auknum mæli dregið að sér ferðamenn í „hagsýnni kantinum“ sem áður höfðu ekki tök á að sækja landið heim sökum sterks gengis og jafnvel minni samkeppni í ferðum til landsins. Þróunin síðustu ár, og þá sérlega eftir hrunið, bendir til þess að eyðsla hvers ferðamanns hér á landi hafi lækkað skarpt samhliða auknu innflæði ferðamanna. Í því samhengi hefur oftar en ekki verið lögð áhersla á mikilvægi gjaldeyrissköpunar í ferðaþjónustunni og að nauðsynlegt sé að hugsa um gæði í stað magns; þ.e. færri ferðamenn fyrir sama gjaldeyrinn. Þrátt fyrir að þróunin hafi e.t.v. verið svipuð erlendis er mikilvægt að snúa henni við með því að skapa aðstæður fyrir „dýrari“ ferðamennsku hér á landi með aukinni fjárfestingu í ferðaþjónustu ef ekki á að ganga of nærri náttúrunni. Nýjar tölur fyrir árið 2011 benda til þess að eyðslan sé aðeins að taka við sér, m.a. í kjölfar aukinnar fjárfestingar í greininni, þrátt fyrir að eyðsla á ferðamann sé langt frá því sem hún var hér fyrir hrun.

Sjá nánar: 250612_ferdam.pdf