Talsverð verðbólga í júní

Talsverð verðbólga í júní

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% í júní frá fyrra mánuði. Ársverðbólgan mælist nú 5,4% og stendur í stað milli mánaða. Greiningardeild spáði 0,1% hækkun í mánuðinum (spár greiningaraðila voru á bilinu 0-0,1%) en helstu frávik frá okkar spá má rekja til talsverðrar hækkunar á matvörum og flugfargjöldum
.
Miðað við verðbólguþróun á fyrri helmingi ársins þá þarf mánaðartaktur verðbólgunnar út árið að vera í kringum 0,4% til að spá Seðlabankans um 5,9% ársverðbólgu á 4F 2012 gangi eftir. Að sama skapi þyrfti mánaðartakturinn að vera í kringum 0,45% út árið m.v. okkar spá um 6,2% verðbólgu í árslok. Ekki er hægt að útiloka að við sjáum viðsnúning í verðbólgutölum til verri vegar ef gengið gefur eftir í lok ferðamannatímabilsins í haust.

Þrátt fyrir að verðbólgutölur í morgun séu í hærri kantinum þá breytir það þó ekki sýn greiningardeildar um að Seðlabankinn muni halda að sér höndum með frekari vaxtahækkanir á næsta vaxtaákvörðunarfundi í ágúst næstkomandi.


Sjá umfjöllun í heild sinni: Talsverð verðbólga í júní 2012 (203 KB)