Tækifæri Íslands í endurnýjanlegri orku: Evrópuríki eiga nóg í land

Tækifæri Íslands í endurnýjanlegri orku: Evrópuríki eiga nóg í land

Hagstofa Evrópusambandsins birti á mánudag yfirlit yfir hvernig gekk að ná markmiðum Evrópusambandsins um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í hverju aðildarríki til og með 2010. Á því ári komu 12,4% orkuneyslu innan Evrópusambandsins frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Það má því slá því föstu að eftirspurn eftir grænni orku mun gera fátt annað en vaxa í Evrópu á komandi áratug, enda eiga flest Evrópulönd enn nokkuð langt í land til að ná markmiðum sambandsins. Verð grænnar orku mun verða hagfelldara en ella vegna þessa, ekki síst ef grænir hvatar á borð við vottorð, eða samninga sem tryggja jafnaðarverð til lengri tíma koma til. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensk orkufyrirtæki, sem virðast eiga mikla framleiðslugetu inni, bæði með jarðvarma og vatnsafli, og jafnvel vindorku.

Sjá nánar: 280612_Endurnýjanleg_orka.pdf