Stuttir markaðsvextir 2% lægri vegna haftanna

Stuttir markaðsvextir 2% lægri vegna haftanna

Allt frá innleiðingu gjaldeyrishaftanna hefur legið fyrir að vaxtastigið hér á landi er mun lægra en það annars væri. Þetta má rekja til tveggja þátta: í fyrsta lagi eiga erlendir fjárfestar háar fjárhæðir í ríkisskuldabréfum (og innlánum) sem þeir „sitja uppi með“ og í öðru lagi getur Seðlabankinn haldið vöxtum lægri en ella þar sem ekki er eins mikil þörf á að styðja við gengi krónunnar eða bregðast við verðbólguskoti vegna gengisfalls.

Þar sem aflandskrónueigendur mega aðeins fjárfesta í innlánum eða ríkisskuldabréfum bjaga þeir markaðsvexti (ávöxtunarkrafa skuldabréfa) en þeir vilja fyrst og fremst eiga stutt bréf og eiga nú rúmlega 150 milljarða af þeim 200 milljörðum sem falla á gjalddaga á árunum 2012 til 2013. Eftirspurn eftir stuttum bréfum hefur því verið mikil en á sama tíma hefur framboð farið lítillega minnkandi þar sem ríkissjóður hefur markvisst lengt í fjármögnun sinni sem hefur ýtt undir frekari bjögun á markaði. Eins og sýnt verður fram á veldur þetta því að ávöxtunarkrafa á markaði til skemmri tíma er of lág miðað við vexti Seðlabankans.

Sjá umfjöllunina í heild sinni: 020712_Stuttir markadsvextir 2% lægri vegna haftanna (292 KB)