Ísland áttunda dýrast í Evrópu, Tékkland ódýrasti sumarleyfisstaðurinn

Ísland áttunda dýrast í Evrópu, Tékkland ódýrasti sumarleyfisstaðurinn

Þrátt fyrir gengisfall íslensku krónunnar á árunum 2008-2009 þá er Ísland áttunda dýrasta land Evrópu sé litið til helstu útgjaldaliða heimila, og er rúmlega 14% dýrara en meðallandið í Evrópusambandinu út frá reiknuðum verðlagsmuni milli landa (e. Price level index).

Greiningardeild tók til gamans saman eins konar sumarleyfisvísitölu, þar sem þeir vöruflokkar vega þyngst sem greiningardeild telur Íslendinga á ferðalögum neyta helst. Hér er borið saman hversu dýrir eða ódýrir helstu áfangastaðir íslenskra flugfélaga eru í samanburði við Ísland. Kemur í ljós að Norðurlöndin og Sviss eru öll dýrari en Ísland, Noregur um 36% dýrari. Að öðru leyti ætti pyngjan að þyngjast sama hvert á land Íslendingar fara. Ódýrast er þó Tékkland, 40% ódýrara en Ísland.

Sjá nánar: 030712_Verðlag.pdf