Sveitarfélögin: Mismunandi eins og þau eru mörg

Sveitarfélögin: Mismunandi eins og þau eru mörg

Íslensk sveitarfélög eru 75 talsins og eru þau mismunandi eins og þau eru mörg. Fjölmennasta sveitarfélagið telur um 37% af íbúafjölda landsins en hið fámennasta, Árneshreppur á Ströndum, taldi 52 íbúa í upphafi þessa árs. Landfræðilega er munur sveitarfélaganna ekki minni, hið stærsta að flatarmáli, Fljótsdalshérað, er t.d. þrjátíu og þrisvar sinnum stærra en höfuðborgin.
Fjárhagslega er staða þeirra ekki síður ólík. Sum standa mjög vel að vígi á meðan önnur hafa þurft að endursemja við lánveitendur sína. Frá hruni hafa mörg sveitarfélög og fyrirtæki þeirra ráðist í aðhaldsaðgerðir sem hafa skilað batnandi rekstrarafkomu, sem og endurfjármögnun erlendra lána.

Sjá nánar: 040712_Sveitarfélögin.pdf