Hverjir "fluttu sig út úr" kreppunni?

Hverjir "fluttu sig út úr" kreppunni?

Í ljósi erlendrar skuldastöðu landsins hefur mikið verið rætt um mikilvægi útflutningsdrifins hagvaxtar. Slíkur vöxtur hefur umfram vöxt drifinn áfram af þjóðarútgjöldum að hann skapar þjóðarbúinu tekjur í erlendum gjaldeyri sem hægt er að nota til að standa straum af vaxtagreiðslum og afborgunum af erlendum lánum, sér í lagi ef hagkerfið er háð innflutningi að miklu leyti. Flestir vita að umtalsverður viðsnúningur varð á viðskiptum Íslands við útlönd fyrst eftir hrun samhliða veikingu krónunnar. Þá hefur því gjarnan verið haldið á lofti að sjálfstæður gjaldmiðill og möguleikinn á því að nýta veikingu krónunnar til að snúa utanríkisviðskiptunum okkur í hag hafi aðgreint Ísland frá öðrum ríkjum. Þar með hafi skapast rými til að styðja við útflutningsgeirann á sama tíma og innflutningur dróst saman.

Sjá nánar: 090712_Fluttu_sig_út_úr_kreppu.pdf