Álverð og Landsvirkjun

Álverð og Landsvirkjun

Álverð hefur farið nokkuð hratt lækkandi undanfarna mánuði og stendur nú í innan við $1900/tonn. Það er um 20% lægra en það var þegar ál var hvað dýrast í byrjun mars ($2353/tonn) og hefur lækkað um 7% frá áramótum (úr $2020/tonn).

Verðfallið nú er ekki sérstaklega mikið í sögulegu samhengi, né heldur er álverð sérstaklega lágt, þótt það sé lítið eitt undir meðalverði síðustu tíu ára. Það er engu að síður fróðlegt að beina sjónum að því hvaða áhrif hreyfingar á álmarkaði gætu haft á afkomu stærsta orkufyrirtækis landsins, Landsvirkjunar.

Sjá nánar: 070812_Álverð_Landsvirkjun.pdf