Stýrivaxtaákvörðun: Spáum óbreyttum vöxtum

Stýrivaxtaákvörðun: Spáum óbreyttum vöxtum

Greiningardeild spáir óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtaákvörðunarfundi 22. ágúst næstkomandi. Batnandi verðbólguhorfur, ríflega 10% styrking krónunnar og vaxandi órói á erlendum mörkuðum eru þættir sem munu vega þyngst að þessu sinni. Þá töldu nefndarmenn að rök væru fyrir óbreyttum vöxtum fyrir síðasta vaxtafund vegna óvissu á alþjóðlegum mörkuðum – ef eitthvað er þá hefur sú óvissa aukist. Við útilokum þó ekki frekari vaxtahækkanir í vetur en teljum að nefndarmenn kjósi að þessu sinni að bíða og sjá hvernig ýmsir þættir þróast með haustinu.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Vaxtaákvörðun ágúst 2012 (211 KB)