Blendnar horfur í ríkisfjármálum

Blendnar horfur í ríkisfjármálum

Það þarf vart að tíunda þann viðsnúning sem varð á ríkisfjármálunum milli áranna 2008 og 2009, en þá breyttist ríflegur afgangur í verulegan halla. Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins bendir til þess að sjóðstreymið sé hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Afkoman hefur ekki verið skárri að raungildi á fyrri hluta ársins frá falli íslensku bankanna. Þrátt fyrir að akoman gefi e.t.v. tilefni til bjartsýni þá eru útgjöldin enn há og vaxtagreiðslurnar sömuleiðis. Ef rýnt er í áætlaðar skuldir ríkisins fram til ársins 2015 þá virðist vera sem ekki standi til að greiða niður skuldir í verulegum mæli á komandi árum, a.m.k. ekki í krónum talið. Öllum er ljóst að vaxtagreiðslur ríkisins eru niðurgreiddar í skjóli haftanna, en í ljósi þess hve vaxtabyrðin er þó þung má velta fyrir sér hversu raunhæf sú áætlun er hjá ríkinu að afnema gjaldeyrishöft fyrir árslok 2013.

Sjá umfjöllun í heild sinni: 140812_Blendnar_horfur_í_ríkisfjármálum.pdf