Viðskiptajöfnuður villandi er

Viðskiptajöfnuður villandi er

Opinberar hagtölur geta veitt verulega villandi mynd af þeirri þróun sem þeim var upphaflega ætlað að veita. Þetta á einmitt við um tölur um viðskiptajöfnuð landsins, sem eru m.a. litaðar af því að þar reiknast til gjalda áfallnir vextir vegna föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir. Því hefur Seðlabankinn um nokkurt skeið birt tölur um viðskiptajöfnuð án innlánsstofnana í slitameðferð þar sem gömlu bankarnir eru teknir út fyrir sviga og reynt að leiða okkur í gegnum myrkrið.

Í gær birti Seðlabankinn tölur um viðskipti okkar við útlönd á öðrum ársfjórðungi. Þar mældist viðskiptajöfnuðurinn án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð neikvæður um 14 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2012 (samanborið við 16,7 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2012). Á fyrri árshelmingi ársins er því viðskiptajöfnuður án áhrifa gömlu bankanna óhagstæður um sem nemur 3,6% af landsframleiðslu (VLF).

Sjá umfjöllun í heild sinni: 04092012_viðskiptajöfnuður.pdf