Sæmilegur gangur í hagkerfinu: 2,4% hagvöxtur á 1H 2012

Sæmilegur gangur í hagkerfinu: 2,4% hagvöxtur á 1H 2012

Verg landsframleiðsla á fyrri helmingi ársins jókst að raunvirði um 2,4% frá sama tímabili í fyrra. Þetta er lítillega undir spá Seðlabankans og má rekja til framlags utanríkisviðskipta sem hefur reynst minna en gert var ráð fyrir. Vöxtur í innlendri eftirspurn (einkaneysla + samneysla + fjárfesting) er hins vegar umfram væntingar. Hagstofan hefur sömuleiðis endurskoðað landsframleiðslutölur fyrir árið 2011 og kemur í ljós að hagvöxturinn á síðasta ári var nokkuð minni en áður var talið og er nú sagður hafa verið 2,6% en ekki 3,1%.

Landsframleiðslan á fyrri helmingi ársins var drifin áfram af einkaneyslu og fjárfestingu og er framlag þessara þátta til hagvaxtar álíka mikið eða í kringum 2%. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var hins vegar neikvætt, sem þýðir að meiri aukning var í magni innflutnings á vörum og þjónustu en útflutnings á fyrstu sex mánuðum ársins. Sökum þess hve birgðabreytingar hafa óvenju mikil áhrif á landsframleiðslutölur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins (ýkir hagvöxt upp við á fyrsta ársfjórðungi en niður á við á öðrum ársfjórðungi) þá gefur glöggari mynd að skoða samtölu fyrstu tveggja fjórðunga ársins þegar rýnt er í tölurnar. Sjá umfjöllun í heild sinni: 2F_2012.pdf